Upplýsingaverið
Ásinn - Tvisturinn - Þristurinn
Ásinn
Ásinn kallast svæðið þar sem bókasafnið er staðsett. Þar er bókum flokkað í unglingabækur, fræðibækur, bækur á erlendum tungumálum o.s.frv. Reglulega eru nýjar bækur keyptar inná safnið.
Á safninu er góð aðstaða til að læra og hægt er að fá lánaðar Chrome fartölvur til að vinna verkefni. Þá eru einnig borðtölvur á staðnum þar sem nemendur geta líka notað. Nemendur frá reglulega senda í tölvupósti fréttapistla frá upplýsingaveri skólans.
Tvisturinn
Tvisturinn er kennslustofa í upplýsingatækni við hliðiná Ásnum.
Þristurinn
Þristurinn er við hliðiná Ásnum og þar eru borðtölvur, vínilskeri, þrívíddarprentari og sér Lego herbergi en þar fer fram valáfangi í 10. bekk þar sem nemendur læra að forrita í Lego og keppa síðan við aðra skóla.
Safnkostur
Bókasafnið er með gott úrval bóka og annara tækja og tóla sem nýtast í skólastarfinu. Í septembermánuði 2022 fékk bókasafnið í Garðaskóla eigin vefsíðu gardaskoli.leitir.is Nú er því hægt að sjá hvort að ákveðin bók sé til hjá okkur og hvort að hún sé í útláni eða í hillu. Nú geta nemendur tekið bók að láni með gemsanum sínum. Þeir skanna kóðann sinn í símann á safninu og sýna hann síðan alltaf þegar bók er tekin að láni. Þetta flýtir fyrir afgreiðslu nemenda.
Google netföng nemenda
Allir nemendur Garðaskóla eru með Google netföng. Ef nemendur muna ekki lykilorðið sitt eða netfang geta þeir komið í Upplýsingaverið og fengið upp gefnar þessar upplýsingar.
Starfsfólk
Í upplýsingaveri skólans starfa tveir starfsmenn. Anna Ingibergsdóttir kennari er umsjónarmaður upplýsingaversins og Svanhildur E. Guðmundsdóttir sér um afgreiðslu bóka og Chrome tölva til nemenda.
Lestur
Nemendur koma á safnið á milli kennslustunda, í hádeginu eða eftir skóla til að skila og sækja nýjar bækur. Starfsmenn á safninu aðstoða við að velja bók kjósi nemandinn það. Nemendur geta komið með ábendingar um kaup á bók sé hún ekki til á safninu.
Viðburðir
Upplýsingaverið stendur fyrir allskonar uppákomum yfir veturinn.
Opnunartími
Mánudaga: 8:10 - 15:30
Þriðjudaga: 8:10-14:30
Miðvikudaga: 8:10-15:30
Fimmtudaga: 8:10-15:30
Föstudaga: 8:10-14:30