Góðir vefir um uppbyggingarstefnuna:
Hér á eftir eru upplýsingar um nokkur rit og bæklinga sem til eru um Uppeldi til ábyrgðar. Flest þessi rit má útvega hjá útgáfufélaginu Sunnuhvoll sem eingöngu gefur út og dreifir ritum um þetta efni.
- Guðlaug Erla Gunnlaugsdóttir og Magni Hjálmarsson. (2007). Uppeldi til ábyrgðar. Uppbygging sjálfsaga. Netla, veftímarit um uppeldi og menntun.
- Uppeldi til ábyrgðar eftir Diane Gossen í þýðingu: Magna Hjálmarssonar
Bókin skiptist í þrjá kafla.
Fyrsti kaflinn heitir Ólíkar stöður við agastjórn og fjallar um 5 skilgreindar aðferðir við að reyna að stjórna fólki og fá það til að hlýða. Lesandinn þekkir þrjár þær fyrstu og jafnvel að nokkru leyti þá fjórðu, en fimmta leiðin er uppbyggingarstjórnun byggð á sammannlegum lífsgildum. Með lýsingu og dæmum af fimmtul leið er aðferðarfræði Diane Gossen kynnt.
Annar kaflinn er svör höfundarins við 60 algengum spurningum sem hún hefur fengið frá kennurum á námskeiðum.
Þriðji kaflinn er kynning á Uppbyggingarþríhorninu, spurningatækni sem notuð er við persónulega ráðgjöf.
- Sáttmálar um samskipti eftir Judy Anderson í þýðingu Magna Hjálmarssonar.
Heftið fjallar um hagnýtar aðferðir við að kenna nemendum að gera bekkjarsáttmála. Kennarinn þarf að hafa farið á námskeið og upplifað á eigin skinni hvað um er að ræða. Best er að allt starfsfólk skólans byrji á að gera sáttmála um samskipti sín, áður en farið er með efnið inn í bekki.
- Skýr mörk (Byggt á verkum Diane Gossen).
Heftið er samantekt Magna Hjálmarssonar byggð á verkum Diane Gossen. Fyrst kemur kynning Diane á nauðsyn þess að standa vörð um þau lífsgildi sem valin hafa verið í sameiningu og hvernig hægt er að framfylgja þeim án þess að refsa, vekja sektarkennd eða kaupa. Næsti kafli er lýsing skólastjóra í Winnipeg á því hvernig hann vinnur eftir þessum leiðbeiningum. Síðasti kaflinn er svo samantekt á því hvernig unnið var í Álftanesskóla að því að skilgreina skýr mörk veturinn 2003-04.
- Mitt og þitt hlutverk (Byggt á verkum Diane Gossen).
Þegar aðstöðumunur er á tveimur aðilum sem vinna saman að sama marki er hagnýtt að skilgreina hlutverkin til að forðast árekstra og viðhalda góðu persónulegu sambandi. Mikilvægt er upp á skýrleikann að taka fram hvað er ekki hlutverk hvors um sig. Heftið er þýtt og staðfært. Mörg dæmi eru tekin bæði úr kanadískum og íslenskum skóla (Álftanesskóla) og geta þau nýst sem fyrirmyndir. Magni Hjálmarsson þýddi og staðfærði.
- Verkfærakistan (Byggt á verkum Diane Gossen).
Magni Hjálmarsson tók saman í samvinnu við kennara Álftanesskóla. Heftið skiptist í tvo kafla. Annars vegar er lýsing á því hvernig hægt er að innleiða aðferðirnar og í hvaða skrefum. Hins vegar eru ýmis verkfæri í persónulegri ráðgjöf sýnd, sem kennarar og skólastjórnendur geta notað beint í nemendamálum á meðan þeir eru að tileinka sér samtalstæknina. Hagnýt bók fyrir þá sem komnir eru af stað.
- Restitution: Restructuring School Discipline (Uppbygging: Uppeldi til ábyrgðar) eftir Diane Gossen.
Ef þú vilt að barnið þitt læri af mistökum er refsing ekki svarið við því – slíkt eykur aðeins á vandræðin. Diane Gossen brýtur blað í sögu uppeldisfræðinnar með þessari bók sinni og útskýrir hvernig hægt er að efla sjálfsaga barna. Með aðferðinni sem hún kallar Restitution er agahugtakið nálgast á nýjan hátt. Viðurkennt er að börn og unglingar gera margvísleg glappaskot og lögð áhersla á jákvæð viðbrögð sem hvetja til þess að læra af þeim, þegar það gerist. Ný endubætt útgáfa bókarinnar er nú fáanleg.
- My Child is a Pleasure eftir Diane Gossen.
Foreldrar verða samstarfsmenn og ekki andstæðingar þegar við förum að beita Uppbyggingu (Restitution) í skólunum. Þessi hagnýta bók fyrir foreldra hjálpar þeim til að vinna með börnum sínum og tala um grundvallarþarfir og nauðsyn þess að leiðrétta mistök sín fremur en að skamma og gagnrýna eða reyna að kaupa þau.
- Creating the Conditions eftir Diane Gossen og Judy Anderson
Með þessari bók færðu í hendur hagnýt og öflug ráð til að breyta skóla eða stofnun. Hugmyndirnar sem kynntar eru hafa hjálpað við að skapa nausynlegar aðstæður til að gera umtalsverðar breytingar í skólahverfum. Ég hvet þig til að lesa bókina ef þú ert að leita að hagnýtri leið sem reynsla er komin á til að umskapa skólann til þess koma til móts við þarfir allra barnanna í skólanum.
- It’s all about we eftir Diane Gossen
Í formála segir höfundurinn:
Ég skrifa þessa bók af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi til að fagna geysilegum dugnaði samstarfsmanna minna, kennara og foreldra sem hafa tekið kenningar uppbyggingarstefnunnar og hagnýtt þær í lífi sínu, í skólunum og í fjölskyldunum. Í öðru lagi til að svara eins mörgum spurningum eins og ég get, spurningum sem ég hef fengið frá þeim sem eru að takast á við að breyta viðhorfum sínum frá því að trúa á yrti agastýringu sem þrúgar og sundrar til trúar á innri agastjórn sem gefur innri styrk og þjappar fólki saman. Ég er mjög spennt fyrir því að rifja upp framþróun Uppbyggingarstefnunnar undanfarin tíu ár og deila með ykkur því sem lærst hefur á þessu sviði.
- Helping Kids Help Themselves eftir E. Perry Good
Hópþrýstingur frá jafnöldrum, fátækt, fíkniefni, glæpaklíkur. Nú til dags er ekki auðvelt að vera barn eða unglingur. En þú getur hjálpað börnum og unglingum að forðast að lenda í sjálfseyðandi hegðun með því að efla sjálfsvitund þeirra og sjálfstraust. Í þessari vinsælu bók kannar höfundurinn andlegar þarfir barna og hvernig þú getur kennt þeim að sinna þeim á sem bestan hátt. Nálgastu hugarheim barna þinna betur með því að skilja vitundarstigin (Levels of Perception) og óskaveröldina (Quality World). Í bókinni eru einnig hagnýtar lausnir á algengum vandamálum unglinga. Frábær lesning fyrir alla foreldra!
- In Pursuit of Happiness (Í leit að hamingjunni) eftir E. Perry Good
Ef þú vilt fá meira út úr lífinu er þetta góð byrjunarlesning! Hve margir skyldu finna sanna hamingju eða vita hvað orðið merkir? Í þessari bók útskýrir E. Perry Good hvað þú getur gert ef þú vilt lifa hamingjusamara lífi. Hún leiðir lesandann gegn um fjóra hluta hegðunar (behavioral system) og dregur fram í dagsljósið hvernig sálrænar grundvallarþarfir mannsins stýra hegðun hans. Þegar þú hefur einu sinni lært að lesa þitt eigið merkja- og viðbragðakerfi getur þú beitt skynseminni og hegðað þér á ábyrgan hátt til að styðja við eigin þarfir. Metsölubók frá New View útgáfunni.
- A Connected School eftir E. Perry Good
Í þessari bók fjalla höfundarnir Perry, Jeff og Shelley um hugtökin árangur (achievement), umhyggja (caring), og öryggi (safety) og sýna tengslin milli þeirra og kenningarinnar um stjórn skynhrifa (Perceptual Control Theory). Höfundarnir kynna síðan aðferðir byggðar á hugmyndunum um frjálsan vilja (model of internal motivation) og að öll hegðun hafi tilgang (purposeful behavior) þannig að aðferðirnar eru hagnýtar við að bæta skólaandann, árangur nemenda og öryggi í skólanum
- Teach Them to be Happy eftir Robert Sullo
Þessi ríkulegi texti gefur fjölmargar hugmynir og verkefni um það hvernig hægt er að kenna ungum börnum að lifa á hamingjuríkan og heilsusamlegan hátt. Það er aldrei of snemmt að læra um það hvernig fólk er viljastýrt og af hverju það hegðar sér eins og það gerir. Með því að nota hugtök úr hagnýtri sjálfstjórnarkenningu (applied control theory), útskýrir Sullo hvernig við getum hjálpað börnum að læra að leggja mat á eigin hegðun og sinna þörfum sínum af ábyrgð með jafnaðargeði. Stórkostleg bók fyrir skóla og heimili.
- Quality Time for Quality Kids eftir Glenn Smith og Kathy Tomberlin
Þessi leiðbeiningabók fyrir börn á aldrinum 4-10 ára kynnir notadrjúgar hugmyndir til að stjórna hópverkefnum og kenna börnum að uppgötva eigin hæfileika. Bókin er prýdd fjölda teikninga eftir Jeffrey Hale og mörgum skapandi verkefnum til að hjálpa til við að byggja upp sjálfstraust. Verkefnin hvetja til þátttöku (involvement), sjálfsuppbyggingar (affirmation of self), og eigin lausnar á ýmsum vanda ( problem solving).
- Beyond Discipline eftir Alfie Kohn
Framhald hugmyndanna sem kynntar voru í tímamótaverkinu Punished by Rewards. Kohn kynnir aðferð við agastjórnun þar sem við vinnum með nemendum við að móta umhyggjusöm samfélög þar sem ákvarðanir eru teknar í sameiningu. Bókin er full af sögum úr raunverulegum aðstæðum í bekkjarstofum víðs vegar, krydduð með kímnigáfu, raunsönn með ákveðna og bjarta framtíðarsýn. Þessi bók sýnir hvernig mestar líkur eru á að nemendur blómstri í skólum sem hafa fært sig í átt að samstöðu og samheldni og horfið frá ströngum ytri aga þegar þeir standa frammi fyrir því að leysa dagleg úrlausnarefni.
- Making Sense of Behavior: The Meaning of Control eftir William T. Powers
Í þessari bók fjallar höfundurinn um kenningu sína á einfaldaðan hátt, miðað við fyrri framsetningar hans. Kenningin heitir Perceptual Control Theory (PCT) (kenningin um stjórn skynhrifa) og er hér skrifuð á skýran og aðgengilegan hátt í samtalsformi. Powers notar einföld dæmi og flettir smám saman dýpra og dýpra í kenninguna og birtir almenn sannindi