Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Náms- og starfsráðgjöf í Garðaskóla

Náms- og starfsráðgjafar Garðaskóla eru Ásta Gunnarsdóttir og . Námsráðgjöfin er alla jafna staðsett á 2. hæð Garðaskóla í stofu númer 218 og er opin öllum. 
 
Náms- og starfsráðgjafar gegna veigamiklu hlutverki í stuðningi við nemendur. Námsráðgjafar sitja í samskipta- og eineltisteymi skólans, ástundunarteymi, nemendaverndarráði og lausnateymum. 
Að auki sinna námsráðgjafar fræðslu til allra nemenda skólans er varðar námstækni, leiðbeina 10. bekkingum við val á framhaldsskóla og standa fyrir fræðslukvöldum fyrir 8. bekki og forráðafólk þeirra að hausti svo fátt eitt sé nefnt.
 
Upplýsingar um viðtalstíma náms- og starfsráðgjafa eru veittar á skrifstofu skólans í sími 590 2500 en einnig er hægt að bóka tíma hjá námsráðgjöfum í gegnum INNU eða í tölvupósti til þeirra beint. 
English
Hafðu samband