Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Persónuleg ráðgjöf

Persónuleg ráðgjöf felst í því að veita nemendum og forráðamönnum ýmiss konar aðstoð og stuðning svo nemendur nái settu marki í námi sínu og skólaganga þeirra verði sem farsælust. 

Persónuleg mál nemenda geta verið af ýmsum toga s.s. námsleg, félagsleg, tilfinningaleg eða tengd samskiptum. Stuðningur námsráðgjafa miðar að því að aðstoða nemendur við að leita lausna. 

Námsráðgjafi er bundinn þagnarskyldu um einkamál nemenda. Í undantekningar- tilfellum skv. 6.gr. siðareglna náms- og starfsráðgjafa kveða lög svo um að ef ógn steðjar að ráðþega (nemanda) eða þriðja aðila, getur reynst nauðsynlegt að rjúfa trúnað. Skal þá náms- og starfsráðgjafi jafnan gera ráðþega grein fyrir að trúnaður verði rofinn. (http://fns.is/efni/sidareglur_felags_nams_og_starfsradgjafa).

 
English
Hafðu samband