Forvarnarnefnd Garðabæjar
Hlutverk forvarnanefndar í Garðabæ er að sinna forvörnum í bænum í víðum skilningi.
Dæmi um málaflokka sem varða verksvið forvarnanefndar eru reykingar, áfengi og fíkniefni, næring, einelti, greining sérþarfa hjá börnum, hreyfing, skipulagt félags- og menningarstarf fyrir börn og ungmenni, sjálfsrækt, kynlífsfræðsla, slysavarnir, mæðra- og ungbarnavernd, geðrækt, kynferðisofbeldi og löggæsla.
Forvarnarnefnd gefur út forvarnarstefnu Garðabæjar og gildandi stefna er fyrir árin 2014-2018.
FORELDRAR OG FJÖLSKYLDAN
Foreldrar og fjölskyldan eru mikilvægasti aðilinn í forvörnum. Láttu til þín taka.
Samvera
Tryggðu sem mesta samveru. Því meiri tíma sem þú verð með barninu þínu því betra. Tími fjölskyldunnar er dýrmætur og uppbyggjandi.
Stuðningur
Veittu andlegan stuðning og sýndu áhuga á málum barns þíns.
Vertu nærri
Vertu viss um hvar barnið þitt er hverju sinni og láttu vita hvar þú ert. Leyfðu ekki eftirlitslaus samkvæmi.
Vellíðan heima
Skapaðu gott umhverfi heima fyrir barnið og vini þess.
Reglur
Gættu þess að útivistarreglur sem og aðrar reglur séu virtar. Stilltu tölvunotkun barnsins í hóf og fylgstu með netnotkun og áhorfi á aðra miðla.
Áhugi og eftirfylgd
Hvettu barnið til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi, fylgdu því eftir af áhuga og vertu til aðstoðar.
Félagsauður
Þekktu foreldra skólafélaga og vina barna þinna og vertu hluti af samfélagi og neti foreldra. Láttu þig varða um börn annarra.
Sameiginlegt verkefni
Forvarnastarf er grasrótarstarf. Sterkt net foreldra er mikilvægt til að skapa heilbrigt og gott samfélag fyrir börn og unglinga.