Verkefnið velferð barna og ungmenna í Garðabæ er unnið í samstarfi allra grunnskóla bæjarins og nærsamfélags þeirra. Markmið þess er að samhæfa verklag og vinnubrögð allra sem vinna með börnum og unglingum í bænum þegar grunur kviknar um ofbeldi, vanrækslu eða áhættuhegðun. Undir hatti velferðar verkefnisins er líka haldið utan um gagnabanka um námsefni á sviði jafnréttis, kynheilbrigðis og velferðar.
- Verklag vegna gruns um ofbeldi, vanrækslu eða áhættuhegðun barna (pdf)
- In English: Work procedures to ensure the wellfare of children in Garðabær (pdf)
Frekari upplýsingar og leiðbeiningar um forvarnir gegn ofbeldi má nálgast í eftirfarandi rafritum:
- Rafbókin: Ofbeldi gegn börnum Í þessari handbók er fjallað um ofbeldi sem sum börn verða fyrir. Markmiðið með útgáfunni er að upplýsa kennara og annað starfsfólk skóla um einkenni og áhrif ofbeldis á börn og að vekja athygli á forvörnum, inngripi og úrræðum sem eru til staðar til að tryggja sem best velferð nemenda. Aftast í bókinni er yfirlit yfir náms- og fræðsluefni. Bókin er gefin út að tilstuðlan Vitundarvakningar um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum í samstarfi við Námsgagnastofnun.
- Kynferðisofbeldi gegn börnum. Málsmeðferð réttarkerfisins og réttarvernd barna. Gefið út af Vitundarvakningu um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi og Rannsóknarstofa Ármanns Snævarr (RÁS) um fjölskyldumálefni. Ritið er einkum ætlað fagstéttum sem starfa innan réttarkerfisins, en allir sem láta sig kynferðisofbeldi gegn börnum varða ættu einnig að hafa gagn af lestri þess. Markmið ritsins er að greina meginreglur samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, Lanzarote samnings Evrópuráðsins um vernd barna gegn kynferðislegri misnotkun og misneytingu og Leiðbeiningareglna Evrópuráðsins um barnvænlega réttarvörslu og draga fram þau atriði sem ber að hafa að leiðarljósi við meðferð réttarkerfis á málum um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Í ritinu er einnig meðferð máls um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum innan réttarkerfisins kortlögð, fjallað er um hlutverk, vinnulag og samspil ólíkra aðila og greint hvernig haga megi málsmeðferð til að tryggja fyrirmyndarvinnubrögð við kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Höfundar eru Hrefna Friðriksdóttir og Anni G. Haugen.