Nemendur sem vilja vinna að því að gera skólann sinn betri geta valið að verða nemendaráðgjafar. Nemendaráðgjöf er valgrein í 9. og 10. bekk og er kennd eina kennslustund á viku allt skólaárið. Hlutverk nemendaráðgjafa er m.a. að kynna skólann fyrir yngri nemendum og taka á móti nýjum nemendum og aðstoða þá við aðlögun ef á þarf að halda. Nemendaráðgjafar sjá um eineltisfræðslu fyrir yngri nemendur í samstarfi við námsráðgjafa og fylgjast með samskiptum og einelti í nemendahópnum. Nemendaráðgjafar geta líka verið í því hlutverki að styðja tímabundið aðra nemendur sem þurfa á því að halda. Nemendaráðgjafar eru góðar fyrirmyndir fyrir samnemendur sína og því mikilvægt að þeir stundi skólann vel og séu jákvæðir í garð hans og hafi heilbrigðan lífsstíl.