Öll börn undir 18 ára aldri og fjölskyldur þeirra eiga að hafa aðgang að tengilið þjónustu í þágu farsældar barns eftir því sem þörf er á.
Hlutverk tengiliðar er:
- að hafa hagsmuni barns að leiðarljósi
- að rækja hlutverk sitt í samstarfi og samráði við foreldra og barn
- að vieta upplýsingar um þjónustu í þágu farsældar barns
- að aðstoða við að tryggja aðgang að frummati á þörfum barns
- að skipuleggja og fylgja eftir samþættingu fyrsta stigs þjónustu í þágu farsældar barns
- að koma upplýsingum til sveitarfélags um þörf fyrir tilnefningu málstjóra
- að taka þátt í starfi stuðningsteymis eftir því sem við á
Þegar barn er við nám í leik-, grunn- eða framhaldsskóla er tengiliður þjónustu í þágu farsældar barns starfsmaður skólans þar sem barnið er við nám eða leik.
Tengiliðir farsældar í Garðaskóla
Guðný Þóra Friðriksdóttir, deildarstjóri stoðþjónustu
gudny [hja] gardaskoli.is
Hjördís Eva Ólafsdóttir, deildarstjóri nemendamála
hjordisolaf [hja] gardaskoli.is
Hjördís Guðný Guðmundsdóttir, deildarstjóri nemendamála
hjordisgu [hja] gardaskoli.is
Kristjana F. Sigursteinsdóttir, deildarstjóri nemendamála
kristjana [hja] gardaskoli.is