Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Inna

Garðskóli notast við námsumsjónarkerfið Innu í samskiptum heimila og skóla. Þar geta nemendur og aðstandendur meðal annars fengið upplýsingar um heimavinnu, ástundun og vitnisburð.

Nemendur og aðstandendur geta skráð sig inn í upplýsingakerfið eftir nokkrum leiðum; Íslykli, rafrænum skilríkjum eða aðgangsorði Innu (smellt er á "Gleymt lykilorð" neðst eftir að möguleikinn Lykilorð hefur verið valinn). Eftir fyrstu innskráningu í gegnum ofangreindar leiðir er hægt að tengja Google eða Office365 aðgang við aðganginn.

Hægt er að hafa samband við Hildi Rudolfsdóttur, kennsluráðgjafa (hildurr@gardaskoli.is) ef þörf er á aðstoð við innskráningu í Innu.

English
Hafðu samband