Nokkrir vefir Garðabæjar liggja niðri vegna bilunar hjá vefþjónustu.
Nokkrir vefir Garðabæjar liggja niðri vegna bilunar hjá vefþjónustu.
Þetta á meðal annars við um Þjónustugátt Garðabæjar, vefi grunnskóla, vef bókasafns og tónlistarskóla, fundargátt og ráðningavef Garðabæjar. Bilunin veldur því einnig að ekki er hægt að nálgast teikningar af byggingum Garðabæjar á kortavefnum.
Bilanagreining og viðgerð stendur yfir. Við vonum að hlutirnir komist í lag sem allra fyrst og munum uppfæra ykkur um gang mála.
