Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólaþing Garðaskóla og Foreldrafélags Garðaskóla

03.02.2023 11:08
Skólaþing Garðaskóla og Foreldrafélags Garðaskóla

Miðvikudaginn 8. febrúar stendur Garðaskóli og Foreldrafélag Garðaskóla fyrir skólaþingi undir yfirskriftinni „Horft inn á við“. Þingið er hugsað sem vettvangur fyrir forráðafólk skólans að koma sínum hugmyndum og umbótatillögum um skólastarfið á framfæri.

Markmið fundarins er fyrst og fremst að gera góðan skóla betri og auka þannig ánægju nemenda og starfsfólks. Í þeirri vinnu er nauðsynlegt að raddir forráðafólks heyrist og því hvetjum við ykkur öll til þess að mæta.

Niðurstöðurnar verða teknar saman og unnið með þær innan veggja skólans, en einnig mun Foreldrafélagið nýta upplýsingarnar á árlegum fundi Grunnstoða og bæjarstjóra, en Grunnstoð eru regnhlífarsamtök foreldrafélaga í bænum.

Umræðuefni þingsins hafa verið ákveðin og flakka þátttakendur á milli borða eftir svokölluðu „þjóðfundafyrirkomulagi“. Hver og einn þátttakandi fær því tækifæri til að ræða öll umræðuefnin.

Umræðuefnin eru eftirfarandi:

  • Húsnæði og skólalóð
    Hvað þarf að bæta og hvernig?
  • Félagslíf
    Er nóg að gera eða er of lítið að gera? Vita foreldrar hvað er að gerast? Hvernig er hægt að bæta félagslíf nemenda á skólatíma?
  • Samskipti heimila og skóla
    Hvernig upplifir þú samskipti heimila og skóla? Hvernig er hægt að bæta þau? Hvernig samskipti vill forráðafólk?
  • Hvert á skólinn að stefna?
    Hver er framtíð menntunar? Á hvaða sviðum þarf skólinn að bæta sig? Ertu með hugmynd að spennandi þróunarverkefni?
  • Nám og kennsla
    Hver er ykkar upplifun af kennslu í skólanum? Finnst ykkur eitthvað vanta í nám nemenda? Ferðakerfið?
  • Allt annað
    Þátttakendur fá að koma á framfæri hugmyndum og athugasemdum um það sem þeim liggur á hjarta og féll ekki undir önnur umræðuefni.

Dagskrá þingsins er eftirfarandi:

20:00     Ávarp skólastjóra

20:15     Umræða í hópum

21:15     Hlé. Veitingar í boði foreldrafélagsins

21:35     Samantekt á niðurstöðum

22:00    Þinglok

 

Við hlökkum til að sjá ykkur!

Til baka
English
Hafðu samband