Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Líðan unglinga í Garðabæ

26.04.2022 08:09

Miðvikudaginn 27. apríl kl. 20:00 mun Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu, kynna niðurstöður nýjustu könnunar um líðan grunnskólabarna í 8., 9. og 10. bekk. Kynningin fer fram í Sveinatungu en verður einnig í beinu streymi á facebooksíðu Garðabæjar. 

Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna hér.

Við í Garðaskóla hvetjum forráðafólk barna og unglinga í Garðabæ til að mæta eða fylgjast með í beinu streymi. Upplýstir og virkir foreldrar eru besta forvörnin!

Til baka
English
Hafðu samband