Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Forvarnir gegn einelti

17.02.2020 11:24
Forvarnir gegn einelti

Forvarnir gegn einelti er hluti af skólastarfinu í Garðaskóla. Síðastliðnar tvær vikur hafa nemendur í 8. bekk komið í heimsókn til námsráðgjafa í litlum hópum og fengið fræðslu um hvað einelti er og hvert skuli leita ef grunur sé um að einelti eigi sér stað. Nemendaráðgjafar skólans tóku þátt í kynningunni og voru með góðar umræður ásamt því að útskýra hvað eineltishringurinn þýðir.  

Ef grunur leikur á því einelti sé að eiga sér stað þá er hægt að hafa samband við umsjónarkennara, námsráðgjafa eða deildarstjóra sem koma málinu áfram til eineltisteymis Garðaskóla sem vinnur hvert og eitt mál samkvæmt ákveðnum vinnuferlum. Sérstakt eyðublað má nálgast á heimasíðu Garðaskóla http://gardaskoli.is/skolinn/eydublod/.

Til baka
English
Hafðu samband