Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Appelsínugul viðvörun

09.12.2019 20:26
Appelsínugul viðvörun

Athygli er vakin á að búið er að gefa út viðvörun vegna óveðurs á morgun þriðjudaginn 10. desember. Talið er að veðrið skelli ekki á fyrr en um miðjan daginn á morgun.  Við gerum því ráð fyrir að skólahald verði með eðlilegum hætti í fyrramálið og fylgjumst vel með hvaða tilmæli verða send út og lögum starf okkar að þeim.

Gert er ráð fyrir að röskun verði á skólastarfi síðar um daginn á morgun þriðjudag og verða foreldar og forráðamenn beðnir um að sækja börn sín í skólann fyrir klukkan 15:00. Ekki er ráðlagt að börn gangi ein heim eftir klukkan 13:00.

Tilkynning til foreldra verður send út á morgun þriðjudag með nákvæmum tímasetningum og einnig sett inn á vef Garðabæjar og fésbókarsíðu.

Til baka
English
Hafðu samband