Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Garðálfarnir meistarar 2019

09.11.2019 16:55
Garðálfarnir meistarar 2019

First Lego League keppnin 2019 fór fram í Háskólabíói laugardainn 9. nóvember. Lið Garðaskóla, Garðálfarnir, sigruðu kepnnina með glæsibrag. Liðið sýndi mikla samheldni og hefur unnið ákaflega vel að undirbúningi keppninnar undanfarnar vikur. Keppnin krefst fjölbreyttrar hæfni: forritunarkunnáttu, lausnamiðaðrar hugsunar, nákvæmni í vinnubrögðum, gagnrýnnar hugsunar og góðrar framkomu. 

Garðálfana skipa þessir nemendur: Baldur Ingi Pétursson, Bjarni Hrafnkelsson, Hrafndís Kristmundsdóttir, Jón Arnar Hjálmarsson, Rytis Kazakevicius, Sæbjörn Hilmir Garðarsson og Tinna Maren Þórisdóttir.

Kennari og þjálfari liðsins er Ragnheiður Stephensen stærðfræðikennari. Þetta er í annað sinn sem hún stýrir liði Garðaskóla til sigurs í keppninni en lið Garðaskóla sigraði líka keppnina árið 2017.

Garðálfarnir þurfa nú að undirbúa sig fyrir þátttöku í Norðurlandamóti First Lego League sem haldið verður í Danmörku í lok nóvember.

Starfsfólk Garðaskóla óskar Röggu og Garðálfunum innilega til hamingju með frábæran árangur!

 

 

Til baka
English
Hafðu samband