Uppskeruhátíð lokaverkefna Garðaskóla 5. júní
Nú líður að útskrift og af því tilefni býður Garðaskóli aðstandendum og öðrum áhugasömum á sýningu áhugasviðstengdra lokaverkefna 10. bekkinga. Uppskeruhátíðin verður haldin í íþróttamiðstöðinni Ásgarði miðvikudaginn 5. júní milli kl. 13:30 og 15:00.
Vinna og kynning á lokaverkefnum hefur tíðkast í mörgum skólum landsins síðust ár og hóf Garðaskóli sambærilegt vinnuferli með útskriftarnemendum vorið 2018. Það er samdóma álit að þá hafi vel tekist til og því er spenna í loftinu fyrir verkefnum vorsins 2019. Verkefnin eru áhugasviðstengd en öll tengjast þau þemunum framtíð, hamingja og/eða tækni. Mikil leynd hvílir yfir sumum kynningarbásunum en efnistök innhalda meðal annars nýtingu plasts í fatnað og fylgihluti, getnaðarvarnir, áhrif snjallsíma og hlutverkaspil, svo fátt eitt sé nefnt.
Afraksturinn verður einungis til sýnis þennan eina dag og því er best að taka daginn frá.