Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólastjóri í Canada

06.10.2018 20:03
Skólastjóri í Canada

Brynhildur Sigurðardóttir, skólastjóri Garðaskóla, hefur undanfarnar tvær vikur verið í náms- og kynnisferð í Canada. Ferðin var farin fyrir tilstilli samstarfsverkefnis Skólastjórafélags Íslands og Kennarasambands Alberta fylkis. Skólastjórum var boðið að sækja um "skólastjóraskipti" og umsókn Brynhildar var samþykkt ásamt umsóknum tveggja annarra íslenskra skólastjóra. 

Brynhildur er í samstarfi við Melanie Matheson, aðstoðarskólastjóra í Charles Spencer High School í olíubænum Grande Prairie norðarlega í Alberta fylki. Hún bjó heima hjá Melanie í tvær vikur og fylgdist með starfinu í CSHS. Í skólanum eru nemendur í 9.-12. bekk og margt er sambærilegt starfinu í Garðaskóla. Samskipti nemenda og starfsmanna eru afslöppuð og einkennast af virðingu. Í báðum skólum er lögð áhersla á fjölbreyttar námsleiðir fyrir nemendur, öflugt starf í íþróttum og list- og verkgreinum, og að rödd nemenda hafi áhrif í skólastarfinu. Brynhildur sat fundi með stjórnendateymi skólans og skóladeild, ræddi við starfsfólk og nemendur, og heimsótti fjölda kennslustunda. Sú reynsla sem hún kemur með heim í farteskinu mun eflaust næra skólaþróun í Garðaskóla næstu misseri.

Meira má lesa um heimsókn Brynhildar og hinna íslensku skólastjóranna á vefnum: https://skolastjoraskipti.weebly.com/.

Til baka
English
Hafðu samband