Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vel mætt á námskynningar

07.09.2018 13:19
Vel mætt á námskynningar

Garðaskóli bauð aðstandendum allra árganga á námskynningar fimmtudaginn 6. september síðastliðinn. Á kynningunni fengu aðstandendur tækifæri til að ræða við umsjónarkennara í heimastofu en einnig hitta faggreinakennara hverjar námsgreinar á sal.

Hefð er fyrir því að faggreinarnar dragi fram hina ýmsu muni til að kynna starf vetrarins. Mátti meðal annars sjá listmuni, hnattlíkan og beinagrind stillt upp við hliðina á hinum hefðbundnu námsbókum.

Myndir frá námskynningunni má sjá í myndasafninu.

Starfsfólk Garðaskóla þakkar öllum sem sáu sér fært að mæta og hlakkar til samstarfsins á komandi vetri.

 

Til baka
English
Hafðu samband