Vel heppnaðir skólatónleikar í Garðaskóla
23.03.2018 15:37
Skólatónleikar er árlegur viðburður í Garðaskóla en þar stíga nemendur á stokk og flytja tónlist fyrir alla árganga skólans. Flestir flytjendur eru einnig skráðir í Tónlistarskóla Garðabæjar en síðustu ár hafa nemendur í valfaginu Rythmísk hringekja einnig flutt frumsamda tónlist ásamt söng.
Kennarar frá Tónlistarskóla Garðabæjar halda utan um dagskrána og í ár var m.a. boðið upp á tréblásturshljóðfæri, selló og píanóleik, auk áðurgreinds valfags sem myndaði hljómsveit með ýmsum hljóðfærum. Góð stemmning myndaðist í salnum og var það sameiginlegt álit viðstaddra að tónleikarnir hefðu verið sérstaklega vel heppnaðir í ár.
Hægt er að sjá myndir frá tónleikunum í myndasafninu á heimasíðu