Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Garðaskóli í 3. sæti í undanúrslitum Skólahreysti

22.03.2018 10:15
Garðaskóli í 3. sæti í undanúrslitum Skólahreysti

Garðaskóli tók þátt í Skólahreysti miðvikudaginn 21. mars síðastliðinn í Mýrinni. Fjölmenni mætti til að styðja liðið sem stóð sig með stakri prýði og lenti í 3. sæti í heildarstigakeppninni.

Myndir frá keppninni má finna í myndasafni á heimasíðu.

Tómas Bragi Þorvaldsson 9.RBÞ deildi fyrsta sæti í dýfum og Ísey Sævarsdóttir hafnaði í 2. sæti í armbeygjum. Í hraðaþrautinni lentu Marinó Máni Mabazza 10.HÞS og Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir 9.HT í 5. sæti. 

Garðaskóli óskar keppendum til hamingju með árangurinn og hlakkar til að styðja næsta lið í keppninni að ári.

Til baka
English
Hafðu samband