Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Uppbrot á skólastarfi og samræmd könnunarpróf

05.03.2018 17:08
Uppbrot á skólastarfi og samræmd könnunarpróf

Dagana 7.-9. mars 2018 taka nemendur í 9. bekk samræmd könnunarpróf. Sömu daga fara nemendur í 10. bekk í starfsfræðslu og föstudaginn 9. mars verður útivistardagur 8. bekkjar í Bláfjöllum.

Foreldrar nemenda í 9. bekk  hafa fengið upplýsingar í tölvupósti um tíma og stofu fyrir samræmd próf hjá sínu barni. Prófin eru rafræn og haldin í tölvustofum:

  • Miðvikudaginn 7. mars: íslenskupróf
  • Fimmtudaginn 8. mars: stærðfræðipróf
  • Föstudaginn 9. mars: enskupróf

Dagskrá nemenda í 10. bekk er í grófum dráttum:

  • Miðvikudaginn 7. mars: starfsfræðsla kl. 8.40-12.00, kennt skv. stundaskrá kl. 12.20-17.15
  • Fimmtudaginn 8. mars: starfsfræðsla kl. 8.40-12.00, kennt skv. stundaskrá kl. 12.20-17.15
  • Föstudaginn 9. mars: starfsfræðsla og samfélagsverkefni kl. 8.40-14.00, ekki hefðbundin stundaskrá

Dagskrá nemenda í 8. bekk er í grófum dráttum:

  • Miðvikudaginn 7. mars: Kennt skv. stundaskrá en breyting er á stofutöflum
  • Fimmtudaginn 8. mars: Kennt skv. stundaskrá en breyting er á stofutöflum
  • Föstudaginn 9. mars: Útivistardagur í Bláfjöllum
Nánari upplýsingar hanga uppi á göngum skólans og er aðgengilegar á skrifstofu skólans.
Til baka
English
Hafðu samband