Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jafnréttisþing Garðaskóla 21. nóvember

17.11.2017 11:17
Jafnréttisþing Garðaskóla 21. nóvember

Uppbrot verður á hefðbundinni stundaskrá nemenda þriðjudaginn 21. nóvember í tilefni af Jafnréttisþingi Garðaskóla. Allur dagurinn verður lagður undir þetta mikilvæga málefni og fáum við heimsóknir frá ýmsum aðilum þar sem rætt verður um jafnrétti í víðum skilningi, m.a. út frá kynjum, kynþáttum, kynhneigð, trú, fötlun, þjóðerni, hælisleitendum, hatursorðræðu o.fl. Yfirlit yfir málstofur og smiðjur má finna hér.

Á meðal samtaka og stofnana sem senda fulltrúa eru Amnesty, Samtökin ´78, lögreglan, Félag heyrnarlausra, Öryrkjabandalagið, UN Women, Félag múslima og Jafningjafræðsla Hins hússins. Leikhópurinn sem stendur á bak við sýninguna Smán, sem nú er á fjölum Þjóðleikhússins, mun ennfremur sýna brot úr sýningunni og ræða við nemendur. Smán er verðlaunað átakaverk um sjálfsmynd og sjálfsvitund okkar í fjölmenningarsamfélagi nútímans. Nánar um sýninguna hér: http://www.leikhusid.is/syningar/sman

Dagskráin stendur frá kl. 9 til 14. Nemendur þurfa ekki að taka annað með í skólann en nesti. Matsala í hádeginu verður með hefðbundnu sniði.

Til baka
English
Hafðu samband