Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Garðaskóli sigurvegari í First Lego League keppninni

13.11.2017 14:58
Garðaskóli sigurvegari í First Lego League keppninni

Lið Garðaskóla náði þeim frábæra árangri um helgina að vinna tækni- og hönnunarkeppnina First Lego League sem haldin var í Háskólabíó. Næst liggur leiðin til Osló í byrjun desember þar sem keppt verður við aðrar Norðurlandaþjóðir í forritun þjarka (róbóta) sem byggir á hönnun- og verkfræðihugsun. Auk þess munu þeir stilla upp kynningarbás á ensku um rannsóknarefnið vatn sem er þema keppninnar í ár. 

Keppnin skiptist í fjóra meginhluta sem allir teljast til stiga: Forritun, rannsóknarverkefni, liðsheild og vélmennakeppni. Auk þess að bera sigur í heildarstigakeppninni vann lið Garðaskóla, FILIPPO BERIO, einnig sérstök verðlaun fyrir hönnun og forritun vélmennis. 

Um 200 keppendur frá 18 grunnskólum á Íslandi skráðu sig til leiks og stóð keppnin allan daginn. Markmiðið með keppninni er að efla færni og vekja áhuga ungs fólks á tækni og vísindum með því að leggja fyrir þau spennandi verkefni sem örva nýsköpun, byggja upp sjálfstraust og efla samskipta- og skipulagshæfni. Háskóli Íslands hefur staðið fyrir keppninni í rúman áratug en aðrir helstu styrktaraðilar eru Nýherji og Krumma.

 

 

Til baka
English
Hafðu samband