Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Kynningarfundur fyrir forráðamenn í 8. bekk

16.08.2017 08:10
Kynningarfundur fyrir forráðamenn í 8. bekk

Forráðamönnum nemenda í 8. bekk er boðið til kynningarfundar í Garðaskola mánudaginn 21. ágúst kl. 17.00. Stjórnendur skólans segja frá starfinu og umsjónarkennarar taka á móti forráðamönnum í heimastofum umsjónarbekkja.

Forráðamenn sem koma til fundarins á bíl eru beðnir um að leggja bílum við Ásgarð og Stjörnuheimilið, en ekki við Flataskóla þar sem einnig fara fram foreldrafundir.

Bréf var sent forráðamönnum allra nemenda sem innritaðir hafa verið í 8. bekk fimmtudaginn 17. ágúst. Forráðamenn eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu skólans ef þeim hefur ekki borist bréfið, svo hægt sé að leiðrétta netföng. Bréfið má líka nálgast hér.

Með samstarfskveðju,
Starfsfólk Garðaskóla

Til baka
English
Hafðu samband