Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólaslit og útskrift 8. júní 2017

07.06.2017 20:44
Skólaslit og útskrift 8. júní 2017

Fimmtudagurinn 8. júní er síðasti skóladagur í Garðaskóla á skólaárinu 2016-2017.

Skólaslit fara fram á sal skólans kl. 9.00 fyrir 9. bekk og kl. 10.00 fyrir 8. bekk. Í kjölfar stuttrar athafnar á sal fara nemendur með umsjónarkennurum í stofur og fá afhent vitnisburðarspjöld.

Útskrift 10. bekkjar fer fram á sal skólans kl. 17.00. Foreldrar koma með veitingar á hlaðborð og eftir afhendingu vitnisburðar geta gestir gætt sér á veitingum.

Starfsmenn hlakka til að njóta dagsins með nemendum og forráðamönnum.

 

Til baka
English
Hafðu samband