Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nemendur í myndlist vinna með „blind contour“ aðferðina

07.04.2017 08:00
Nemendur í myndlist vinna með „blind contour“ aðferðina

Allir nemendur 8. bekkja eru í föstum list- og verkgreinum allt skólaárið. Bekkirnir eru þar tvískiptir og nemendur dvelja eina önn í hverri námsgrein. Þessa dagana eru nokkrir nemendur að læra línulega teikningu í myndlist, m.a. aðferð sem kallast „blind contour“.

Aðferðin felur í sér að nemendur sitja gegnt hvort öðru og eiga að teikna útlínur andlits þess sem situr á móti, án þess að horfa á blaðið eða lyfta blýantinum eftir að teikning hefst. 

Á meðfylgjandi mynd sjáum við nokkra nemendur niðursokkna í æfingum sem samhæfa auga og hönd.

 

 

 

Til baka
English
Hafðu samband