Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Áhugasviðskönnun í 10. bekk

31.01.2017 12:42
Áhugasviðskönnun í 10. bekk

Um 80 nemendur í 10. bekk ákváðu að taka áhugasviðskönnun hjá námsráðgjöfum Garðaskóla en þátttaka var valfrjáls. Um er að ræða íslenska, rafræna áhugasviðskönnun sem ber nafnið Bendill I og er ætlað að aðstoða nemendur við ákvörðun um val á námi eða starfi.

Könnunin er hönnuð frá grunni hér á landi og er byggð á íslenskum atriðum sem endurspegla vinnumarkað og námsframboð hérlendis. Bendill I tekur mið af því vali sem nemendur í 10. bekk standa frammi fyrir á mörkum skólakerfa. Niðurstöður eru settar fram á myndrænan hátt og fær hver og einn nemandi 30 mínútna einstaklingsviðtal fyrir túlkun niðurstaðna með námsráðgjafa. 

Til baka
English
Hafðu samband