Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Eiðurinn - bíósýning fyrir 9. og 10. bekk mánudaginn 19. desember

13.12.2016 09:59
Eiðurinn - bíósýning fyrir 9. og 10. bekk mánudaginn 19. desember

Á þessu skólaári er öllum efri bekkjum grunnskóla (9. og 10. bekk) boðið á sýningu á Eiðnum eftir Baltasar Kormák. Sýningarnar eru í boði Menntamálaráðuneytisins og standa nemendum til boða að kostnaðarlausu. Tilefni sýninganna er átak nokkurra ráðuneyta til að efla forvarnir gegn vímefnaneyslu ungs fólks.

Mánudaginn 19. desember munu nemendur 9. og 10. bekkja Garðaskóla fara og sjá myndina í Smárabíói. Þann dag er ekki gert ráð fyrir umsjón og því mæta nemendur beint í Smárabíó og finna umsjónarkennarann sinn fyrir ofan rúllustigann við Smárabíó í Smáralind. Mæting stundvíslega kl. 9:30.

Að sýningu lokinni ætlar Baltasar að fylgja myndinni eftir með umræðum. Eftir umræðurnar er gengið niður í Garðaskóla og fer skóladagurinn eftir hádegi fram samkvæmt stundaskrá.

Ath! Þar sem gengið er niður í skóla úr Smárabíói verða allir að klæða sig eftir veðri.

Við hlökkum til góðrar bíóferðar með nemendum á mánudag.

Hér að neðan má sjá stiklur úr myndinni og svipmyndir bak við tjöldin. 

Til baka
English
Hafðu samband