Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Starfskynningar 10. bekkingja á Landspítalanum

07.12.2016 08:59
Starfskynningar 10. bekkingja á Landspítalanum

Fyrstu starfskynningar 10.bekkinga hófust í síðustu viku en þá fóru nítján áhugasamir nemendur frá Garðaskóla í starfskynningu á Landspítalann við Hringbraut. Þar fengu þau kynningu á störfum í heilbrigðisgeiranum þar sem hjúkrunarfræðingur, læknir, sjúkraliði, ljósmóðir og lífefnafræðingur kynntu störf sín á persónulegan og líflegan hátt.

Á myndinni má sjá sjálfboðaliða úr hópi nemenda í búningi skurðhjúkrunarfræðings, en við langar aðgerðir þurfa hjúkrunarfræðingar og aðrir starfsmenn oft að vinna við erfiðar aðstæður í lengri tíma.

Nemendahópurinn var sjálfum sér og skólanum til sóma og var eftirtektarvert hvað nemendur voru duglegir að spyrja heilbrigðisstarfsfólkið ýmissa spurninga til að fræðast enn betur um störf þeirra. 

 

Til baka
English
Hafðu samband