Fyrirlestur fyrir alla nemendur Garðaskóla í upphafi forvarnarviku
12.10.2016 09:51
Andri Bjarnason sálfræðingur hitti alla nemendur Garðaskóla í upphafi forvarnarviku Garðabæjar. Hann talaði við nemendur um snjallsímanotkun og hugsanleg áhrif hennar á líðan og svefnvenjur. Hann ræddi um mikilvægi þess að skjánotkun væri innan skynsamlegra marka og hvaða ávinningur væri af því setja sér reglur um hana.
Hann ræddi m.a. um hugsanleg áhrif samfélagsmiðla á sjálfsmynd og samanburð og hvernig það getur haft neikvæð áhrif á líðan. Hann vakti einnig athygli á því hvernig birtan frá skjánum getur haft áhrif á svefnmynstur unglinga þannig að þeir fái ekki þann svefn sem þeir þurfa.
Nemendur Garðaskóla virtust ánægðir með fyrirlesturinn og fannst Andri taka á því sem skipti mestu máli.