Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Leikfélag Garðalundar frumsýnir Cry Baby

30.03.2016 14:55
Leikfélag Garðalundar frumsýnir Cry Baby

Mikil spenna liggur í loftinu í Garðaskóla þar sem Leikfélag Garðalundar frumsýnir leikritið Cry Baby í kvöld, miðvikudaginn 30. mars. Þrotlausar æfingar hafa staðið yfir í margar vikur og á meðan landsmenn lásu málshætti upphátt í páskaleyfinu renndu nemendur yfir handritið, söngtextana og tæknimálin. Dominique Gyða Sigrúnardóttir sér um leikstjórn og leikgerð og er óhætt að segja að það stefni í frábæra uppsetningu.  

Uppselt á er forsýninguna í kvöld en ennþá er hægt að nálgast miða á næstu sýningar í gegnum netfangið leikfelag.gardalundar@gmail.com eða í síma 820-8572. Leikfélagið hefur sett upp Facebook síðu þar sem hægt er að nálgast frekari upplýsingar

Til baka
English
Hafðu samband