Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hátíðarkvöldverður 10. bekkjar

14.12.2015 09:51
Hátíðarkvöldverður 10. bekkjar

Árlegur hátíðarkvöldverður 10. bekkjar var haldinn fimmtudaginn 10. desember síðastliðinn. Umsjónarkennarar og fleiri starfsmenn voru gestgjafar kvöldsins, sáu um að koma matnum á borð og áttu svo frábæra kvöldstund með prúðbúnum nemendum en kvöldverðurinn er einmitt ætlaður til að heiðra útskriftarárgang Garðaskóla hverju sinni. 

Hamborgarhryggur og meðlæti var framreitt af Kristjáni Rafni yfirkokki og ístertan og sósurnar með henni sviku engan. Skemmtiatriði kvöldsins voru á forræði nemenda og steig Þóra Birgisdóttir steig á svið og töfraði viðstadda með fallegum söng.

Að mati allra viðstaddra var þetta frábært kvöld. Hægt er að sjá myndir í myndasafni skólans.

Til baka
English
Hafðu samband