Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Starfamessa 10. bekkjar

09.12.2015 09:50
Starfamessa 10. bekkjar

Starfamessa verður haldin í annað sinn í Garðaskóla þriðjudaginn 15.desember frá kl. 8.10 – 9.30 en þá munu vaskir forráðamenn nemenda í 10. bekk kynna störf sín á sal skólans. 10. bekkur mætir fyrst á svæðið þar sem nemendur afla sér upplýsinga um störfin og menntunarleiðir og síðan fær 8. og 9. bekkur einnig tækifæri á kynnast störfunum. Þátttaka forráðamanna skiptir sköpum í verkefni sem þessu og þökkum við kærlega fyrir góð viðbrögð. Enn eru nokkur pláss laus og hægt er að hafa samband við Auði náms- og starfsráðgjafa ef áhugi er fyrir hendi að vera með í þessu skemmtilega verkefni. 

Finna má myndir frá Starfamessu 2014 í myndasafninu okkar.

Til baka
English
Hafðu samband