Sundpróf hjá 9. bekk
22.05.2015 13:15
Stöðupróf í sundi fyrir 10 stig, sem er grunnskólapróf í sundi.
Dagana 27. og 28. maí 2015 verða íþróttatímar 9. bekkjar eingöngu sund. Nemendur mæta í sund í stað íþrótta í sínum hópum og taka grunnskólapróf í sundi fyrir skólaárið 2015 – 2016.
Með þessu prófi ljúka nemendur sundnámi í grunnskóla og þurfa þá ekki að sækja sundtíma á næsta vetri. Þá eru fyrirhugaðar verulegar breytingar á skipulagi íþrótta- og sundkennslu og nemendur munu hafa meira val en áður hefur verið.
Grunnskólasundstigið samanstendur af eftirtöldum þáttum:
- 600 m sund frjáls aðferð á undir 20 mínútum, án þess að stöðva eða stiga í botn.
- Synda björgunarsund með jafningja 25 m án þess að stöðva eða stiga í botn.
- 15 m kafsund.
Hafið með ykkur sundfatnað og sundgleraugu, því það er ekki hægt að fá lánað í íþróttahúsinu.
Kær kveðja, íþróttakennarar