Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Kynningarfundur fyrir forráðamenn

26.01.2015 14:17

Niðurstöður rannsóknarinnar „Hagir og líðan ungs fólks í Garðabæ" verða kynntar á opnum fundi í Garðaskóla þriðjudaginn 27. janúar kl. 20-21. 

Vorið 2014 tók Garðabær þátt í rannsókn sem ber heitið „Hagir og líðan ungs fólks í Garðabæ“, líkt og gert hefur verið undangengin ár. Rannsóknin er gerð af fyrirtækinu Rannsóknir og greining. Svör ungmenna í Garðabæ sýna ágætar niðurstöður.

Þó eru nokkur atriði sem gefa ástæðu til að skoða málin betur, m.a. áfengisneysla og samvera fjölskyldna.  Mannréttinda- og forvarnanefnd Garðabæjar, foreldrafélög, skólar og félagsmiðstöðvar í Garðabæ bjóða foreldrum og forráðamönnum ungmenna í ofantöldum bekkjum að koma til fundar þar sem niðurstöðurnar verða kynntar af rannsakendum.

Á fundinum gefst tækifæri til að þétta hópinn og stilla saman strengi í því að skapa enn betra umhverfi fyrir unga fólkið okkar.

Með góðri kveðju,
Mannréttinda- og forvarnanefnd
Foreldrafélög Álftanesskóla, Garðaskóla og Sjálandsskóla

Til baka
English
Hafðu samband