Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vinningshafi í vísnasamkeppni

15.01.2015 13:59
Vinningshafi í vísnasamkeppni

Ragnheiður Tómasdóttir 10. EHR er vinningshafi á unglingastigi í vísnasamkeppni grunnskólanna sem Námsgagnastofnun stóð fyrir í tilefni af degi íslenskrar tungu. Ragnheiður fékk bókaverðlaun og viðurkenningarskjal. Nánari upplýsingar um keppnina má lesa á nams.is

Við óskum Ragnheiði til hamingju en hér að neðan má sjá vísuna.

Eftir jólin aftur má
aðeins lengja daginn.
Hurðaskellir heldur þá
heim í jólabæinn.

 

Til baka
English
Hafðu samband