Garðbæingar í 1. sæti í Stíl 2014.
Við vorum með mjög flotta og duglega hópa í Stíl þetta árið, stelpurnar voru samrýmdar og hjálpuðust að og það myndaðist góð stemning á mánudags eftirmiðdögum þar sem hóparnir unnu í 3-4 klukkutíma í senn. Leiðbeinendur voru Guðrún Björk Einarsdóttir textílkennari í Garðaskóla og Brynhildur Þórðardóttir aðstoðarforstöðumaður Garðalundar.En verkefnið byrjaði 13.október og lauk með innanhúskeppni þann 17.nóvember.
Einn hópur stóð uppi sem sigurvegari og fór og keppti fyrir hönd Garðalundar í stóru Stíl keppninni í Hörpu sem var á laugardaginn 29.nóvember. Hópurinn gerði sér lítið fyrir og sigraði hana líka.
Það voru 50 lið í keppninni og hún var hörð enda er keppnin á landsvísu og það voru margir flottir búningar. Stelpurnar lögðu mikla vinnu í verkefnið, gerðu óvenjulegan búning og náðu góðum heildarsvip sem skilaði þessum árangri. Þær gáfust aldrei upp, vönduðu sig, unnu vel saman og það var alltaf stutt í húmorinn.
Þær heita Guðrún Ísabella Kjartansdóttir, Renata Birna Einarsdóttir, Sóley Björk Þorsteinsdóttir og Valdís Arnaldardóttir allar nemendur í 9.bekk í Garðaskóla
Búningarnir úr innanhúskeppninni verða til sýnis í Garðaskóla út vikuna.
Við óskum þeim til hamingju með þennan frábæra árangur.
Til gamans má geta þá er þetta í þriðja sinn sem Garðalundur sigrar Stíl keppnina. Það var fyrst árið 2008 og svo líka árið 2010.