Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Gagn og gaman

31.10.2014 13:01
Gagn og gaman

Dagana 5. - 7. nóvember verður skólastarf brotið upp og nemendum boðið að taka þátt í skemmtilegum verkefnum í hópi félaga sinna. Allir árgangar skólans blandast saman í leik og gleði.

Undirbúningur hefur staðið yfir um nokkurt skeið og koma nemendur að öllum þáttum undirbúningsins. Þeir koma með hugmyndir að hópum, sjá um að allt fari vel fram þegar dregið er í hópa og skrá samviskusamlega niður.

Þriðjudaginn 4. nóvember kl. 13.15 mæta nemendur í hópana sína og fá allar upplýsingar um framhaldið. 

Til baka
English
Hafðu samband