Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Garðaskóli fær viðurkenningu frá Blátt áfram

25.04.2014 13:38
Garðaskóli fær viðurkenningu frá Blátt áfram

Síðastliðin ár hefur Garðaskóli fengið fræðslu fyrir nemendur og starfsfólk frá Blátt áfram samtökunum, sem lið í forvörnum gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Fræðslan hefur skilað árangri og gert starfsfólk meðvitaðra og ábyrgara gagnvart þessum málaflokki sem er viðkvæmur og vandmeðfarinn í eðli sínu.

Á 10 ára afmæli Blátt áfram, sl. miðvikudag, fékk Garðaskóli viðurkenningu samtakanna fyrir að hafa unnið að forvörnum gegn kynferðislegu ofbeldi gagnvart börnum. Starfsfólki Garðaskóla er sýndur mikill heiður með þessari viðurkenningu. Starfsfólk mun halda ótrautt áfram næstu ár og leggja þar með þessu mikilvæga málefni lið. 

Á myndinni taka námsráðgjafarnir Auður Sigurðardóttir og Ásta Gunnarsdóttir ásamt Brynhildi Sigurðardóttur skólastjóra við viðurkenningunni frá systrunum Sigríði og Svövu Björnsdætrum, stofnendum Blátt áfram. 

Til baka
English
Hafðu samband