Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Innritun í 8. bekk

18.03.2014 10:34
Innritun í 8. bekkNú stendur yfir innritun í 8. bekk fyrir skólaárið 2014-2015. Garðaskóli heldur kynningarfundi fyrir nemendur fædda 2001 og foreldra þeirra þriðjudaginn18. mars og fimmtudaginn 20. mars kl. 17.30 bæði kvöldin. Fundirnir fara fram í stofu 301 í viðbyggingu. Starfsemi skólans verður kynnt og gengið um húsnæði skólans. Stjórnendur og nemendur svara spurningum gesta.

Innritun í grunnskóla Garðabæjar fer fram á minn Garðabær. Einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu Garðaskóla, sími 590 2500, nálgast þar eyðublöð og skila inn umsóknum um skólavist.

Deildarstjóri 8. bekkjar er Helga María Ólafsdóttir og svarar hún öllum spurningum varðandi innritun og skólahald. Brynhildur Sigurðardóttir skólastjóri og Guðný Þóra Friðriksdóttir deildarstjóri námsvers eru einnig til viðtals og ráðgjafar eftir þörfum.

Til baka
English
Hafðu samband