Nýjar spjaldtölvur teknar í notkun
Á haustönn hefur hópur kennara innan skólans unnið þróunarstarf með Microsoft Surface spjaldtölvur. Um miðjan janúar fékk skólinn til umráða eitt bekkjarsett af spjaldtölvum og reið Halla Thorlacius enskukennari á vaðið í notkun þeirra í kennslu. Nemendur létu vel af spjaldtölvunum sem þeir nýttu til upplýsingaleitar og verkefnavinnu.
Til marks um ánægju og áhuga nemenda má nefna að þeir höfðu á orði hvort þeir fengju ekki að vinna oftar á tölvurnar og hvort þeir mættu ekki taka þær með heim. Ánægja kennara var ekki minni, sérstaklega í ljósi þess hve dýrmætur tíminn er, enda mjög fljótlegt og einfalt að nota spjaldtölvurnar í kennslu.
Það má því segja að kennslustundin marki ákveðin tímamót við innleiðingu spjaldtölva í skólastarf Garðaskóla.