Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vel heppnaðir tónleikar

26.11.2013 13:34
Vel heppnaðir tónleikar

Í dag fóru nemendur og starfsmenn í Hörpuna að hlýða á Skálmöld og Sinfó. Nemendur skólans voru til mikillar fyrirmyndar og fengu hrós frá starfsfólki Hörpunnar fyrir skipulega framgöngu og afslappað viðmót. Á leið út úr Eldborg heyrðist eftirfarandi hjá strák í 9. bekk: "Loksins eitthvað almennilegt rokk um norrænu goðafræðina. Goðin okkar voru nefnilega mest hardcore goðin." Við starfsfólk skólans hrósum nemendum okkar sömuleiðis fyrir að vera frábær og erum glöð að heyra hversu ánægðir þeir voru með tónleikana.


Nánari upplýsingar um tónleikana má lesa hér.

Til baka
English
Hafðu samband