Fyrsti skóladagur er föstudagurinn 23. ágúst
22.08.2013 13:07
Fyrsti skóladagur nemenda Garðaskóla er föstudagurinn 23. ágúst. Dagurinn hefst á skólasetningu á sal skólans og að henni lokinni fara nemendur til starfa með umsjónarkennara sínum. Foreldrum og forráðamönnum er velkomið að fylgja unglingunum sínum á skólasetninguna. Nemendur mæta á sal eins og hér segir:- 8. bekkur kl. 8.10
- 9. bekkur kl. 8.40
- 10. bekkur kl. 9.10
Dagskrá umsjónarbekkja verður nánar auglýst þegar nær dregur en þessum fyrsta skóladegi lýkur kl. 13.00 í 8. bekk, kl. 13.30 í 9. bekk og kl. 14.00 í 10. bekk. Nemendur eru beðnir um að koma með skriffæri. Nemendur þurfa að hafa með sér nesti eða pening fyrir mat þennan dag.
Mánudaginn 26. ágúst hefst kennsla skv. stundaskrá nemenda.
Innkaupalista haustsins má nálgast hér:
Starfsmenn Garðaskóla hlakka til samstarfs við nemendur og foreldra í vetur.Besta kveðja.