Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Árshátíð Garðaskóla og Garðalundar

08.05.2013 14:00
Árshátíð Garðaskóla og GarðalundarÁrshátíð Garðaskóla og Garðalundar var haldin í Ásgarði 2.maí sl. Húsið var opnaði kl. 18:00 og gengu gestir að húsinu á rauðum dregli. Nemendur mættu í sínu fínasta pússi og voru skóla og félagsmiðstöð til mikils sóma.
Boðið var upp á fordrykk sem var ávaxtasafi og Sprite. Á matseðli árshátíðarinnar var kalkúnn með gratíneruðum kartöflum, maís, sveppasósu og salati og ís í eftirrétt.
Árshátíðin er aðalviðburður félagsstarfs nemenda og fá þeir þá tækifæri til að láta ljós sitt skína. Skemmtiatriði nemenda voru fjölbreytt, s.s. söng- og tónlistaratriði, stuttmyndir, dansatriði og tískusýning. Einnig var fluttur þáttur úr leikritinu Ghost sem leikhópur skólans sýndi á dögunum. Að venju voru tilkynntar niðurstöður vinsældarkosninga hjá 10.bekk. Skemmtikraftar sem fram komu voru Valdimar, Dj Baldur, hljómsveitin Sykur, Proxyfigura og leynigestirnir voru Steindi Jr. ásamt rapparanum Bent. Mætingin var stórgóð og skemmtu nemendur sér konunglega.
Mikil vinna var lögð í umgjörð árshátíðarinnar og nemendur í árshátíðar- og skreytinganefndinni stóðu sig mjög vel. Salurinn var skreyttur í hólf og gólf og varð óþekkjanlegur sem íþróttasalur. Þema kvöldsins var ,,prom” líkt og amerískt lokaskólaball. Unglingadeildir Sjálandsskóla og Álftanesskóla komu einnig á hátíðina og voru í góðu fjöri með unglingunum okkar í Garðaskóla. Myndirnar tala sínu máli. 

Til baka
English
Hafðu samband