Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólastarf fimmtudaginn 7. mars

06.03.2013 17:02

Hér í Garðaskóla höfum við endurskipulagt skólastarf fimmtudaginn 7. mars vegna þess að skíðaferð 8. bekkinga hefur verið felld niður. Skipulag verður svohljóðandi:

  • Skíðaferð 9. og 10. bekkjar: Nemendur mæta í skólann kl. 7.30 til að pakka í rútur og lagt verður af stað kl. 8.00.
  • 8. bekkur – kennsla skv. stundaskrá hefst kl. 8.10. Þemadagar falla niður í árganginum og allir umsjónarbekkir starfa skv. venjulegri stundaskrá. Við fyrsta tækifæri mun Garðalundur bjóða nemendum skíðaferð í Bláfjöll og skólinn mun þá skipuleggja uppbrot fyrir nemendur sem ekki fara í skíðaferðina. Þetta verður nánar auglýst þegar þar að kemur.
  • Þemahópar í 9. og 10. bekk: Dagskrá þemadaga í 9. og 10. bekk hefur verið breytt vegna  þess að skíðaferð og þemadagar 8. bekkinga falla niður. Nemendum í 9. og 10. bekk hefur verið skipt í 3 hópa sem taka þátt í hringekju þriggja verkefna á morgun. Skóli hefst hjá öllum kl. 8.30 og dagskrá stendur til 13.45. Listar um hópa, stofur og verkefni nemenda hanga uppi á göngum skólans í fyrramálið og kennarar og stjórnendur skólans aðstoða nemendur að hefja störf. Nemendur ættu að mæta með innanhúss íþróttaskó og í þægilegum fatnaði því meðal verkefna er dagskrá í íþróttahúsinu.
  • Matsala nemenda verður opin og tilbúin að afgreiða fleiri nemendur en ráð var fyrir gert.

Samstarfskveðja,

starfsfólk Garðaskóla

Til baka
English
Hafðu samband