Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Blátt áfram í Garðaskóla

17.10.2008 17:57
Blátt áfram í Garðaskóla

Sæl verið þið

Fulltrúar frá forvarnarsamtökunum Blátt áfram hafa verið hjá okkur í Garðaskóla í vikunni. Blátt áfram eru sjálfstæð félagasamtök og er tilgangur samtakanna að efla forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum á Íslandi. Það voru nemendur 8. og 10. bekkja sem hittu fulltrúana núna en 9. bekkingar hittu þau sl. vor.

Á heimasíðu Blátt áfram www.blattafram.is er að finna bækling sem foreldrar geta prentað út og lesið. Þar er að finna góðar leiðbeiningar fyrir foreldra m.a. um það hvernig hægt er að ræða við börnin. Þar er lögð áhersla á þá ríku ábyrgð sem foreldrar bera á börnum sínum og líðan þeirra og mikilvægi þess að fræða og ræða opinskátt um kynferðislegt ofbeldi.

Ef foreldrar vilja fá nánari upplýsingar er þeim velkomið að hafa samband við Blátt áfram. Netfangið er blattafram@blattafram.is.

Með kveðju, Ásta Gunnarsdóttir náms- og starfsráðgjafi.

Til baka
English
Hafðu samband