Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Í Garðaskóla er vel fylgst með stöðu nemenda í lestri og námi almennt. Í september ár hvert leggur Námsmatsstofnun samræmd próf í ensku, íslensku og stærðfræði fyrir nemendur 10. bekkjar. Niðurstöður prófanna eru nýttar til að gefa nemendum upplýsingar um stöðu sína í kjarnagreinum og framfarir frá síðasta samræmda prófi.

Auk samræmdra prófa í 10. bekk og þess námsmats sem fagkennarar framkvæma er fylgst sérstaklega með lestri nemenda:

  • Lestrarskimun í 9. bekk með greiningartækinu GRP 14h. Skimunin fer fram á haustönn í 9. bekk og er lögð fyrir alla nemendur í árganginum. Foreldrar fá upplýsingar um hvenær prófið er lagt fyrir. Þegar niðurstöður liggja fyrir er haft samband við foreldra þeirra nemenda sem ástæða þykir til að gera nánari greiningu hjá. Nánari upplýsingar um skimunarprófið má nálgast á http://lesvefurinn.khi.is/kennsla_skimun.
  • Nánari greining á lestrarfærni með greiningartækinu LOGOS er gerð ef nemandi og foreldrar sækjast eftir því. Umsóknareyðublöð má nálgast á http://gardaskoli.is/Studningur/Eydublod.  Nánari upplýsingar um LOGOS má nálgast á http://www.logos-test.is/

English
Hafðu samband