Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Ákveðnir nemendur hafa rétt á sérúrræðum af ýmsu tagi við próftöku. Slík úrræði eru skilgreind út frá greiningum um erfiðleika sem geta truflað nemendur við próftöku og gert þeim erfitt fyrir að koma þekkingu sinni á framfæri. Þegar skólinn heldur sérstaka prófadaga hefur deildarstjóri námsvers umsjón með skipulagi á öllum sérúrræðum og ber nemendum og foreldrum að leita til hans með umsóknir.

Nemendur með eftirfarandi greiningar eiga rétt á sérúrræðum við próftöku:

 • Sértækir námserfiðleikar (geta stafað af ýmsu, t.d. einkennum á einhverfurófi eða veikleikum í skynjun og öðrum þroskaþáttum)
 • Lesblinda 
 • Ahyglisbrestur og/eða ofvirkni
 • Tilfinningalegir erfiðleikar, t.d. félagsfælni, þunglyndi eða alvarlegur prófkvíði 
 •  Annað sem sérkennari, sálfræðingur eða námsráðgjafi hefur skilgreint.
Þau úrræði sem nemendum standa til boða eru af ýmsu tagi og fara eftir vilja og aðstæðum hjá hverjum einstaklingi: 
 • Sitja í fámennari stofu (ekki í stóra salnum)
 • Fá lengri tíma til að klára prófið
 • Fá prófið prentað á gul blöð (hentar sumum nemendum með lesblindu)
 • Fá hjálp við að lesa og skilja fyrirmæli á prófinu (t.d. vegna tungumálaerfiðleika eða lesblindu)
 • Nota tölvu við próftöku
 • Taka munnleg próf (háð mjög ströngum skilyrðum)

English
Hafðu samband