Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lesblinda (dyslexia) hamlar fjölmörgum einstaklingum í bóknámi. Lesblinda er sértæk þroskaröskun sem tengist lestri. Hún er ekki sjúkdómur og því er ekki hægt að lækna hana en til eru ýmis úrræði sem lesblindir einstaklingar geta nýtt sér til að auðvelda sér að nálgast upplýsingar úr rituðu máli. Í grunnskólum Garðabæjar er markvisst skimað fyrir lestrarerfiðleikum og nemendum leiðbeint sérstaklega um lestur þegar þörf er á því. Í Garðaskóla er lestrarskimun lögð fyrir alla nemendur í 9. bekk. Notað er greiningartækið GRP 14h. Skimunin fer fram á haustönn í 9. bekk og foreldrar fá upplýsingar um hvenær prófið er lagt fyrir. Þegar niðurstöður liggja fyrir er haft samband við foreldra þeirra nemenda sem ástæða þykir til að gera nánari greiningu hjá. Nánari upplýsingar um skimunarprófið má nálgast á http://lesvefurinn.khi.is/kennsla_skimun. Nánari greining á lestrarfærni með greiningartækinu LOGOS er gerð ef nemandi og foreldrar sækjast eftir því.

Nemendur Garðaskóla sem hafa greiningu um lesblindu eiga rétt á eftirfarandi stuðningi og úrræðum:

 • … aðgangi að hljóðbókum í öllum námsgreinum
  - Hljóðbækur frá Menntamálastofnun eru rafrænar og opnar öllum til niðurhals á vef stofnunarinnar www.mms.is.
  - Nemendur með lesblindugreiningu hafa aðgang að hljóðbókum á Hljóðbókasafni Íslands og þar má nálgast hljóðbækur sem Menntamálastofnun gefur ekki út. 
 • … leiðbeiningar um notkun hljóðbóka, forrita og annarra hjálpartækja við lestur og nám. Það er kennsluráðgjafi og/eða deildarstjóri námsvers sem veitir leiðsögnina.
 • … aðgangi að glærum kennara
  - glærur eiga að vera aðgengilegar á vef skólans
 • … leiðbeiningar um notkun litaðra glæra við lestur. Í sumum tilfellum hjálpar það lesblindum einstaklingum að lesa af lituðum bakgrunni (ekki svart letur á hvítum pappír) og þá geta þeir nýtt sér litaðar glærur sem lagðar eru yfir blaðsíðuna sem lesin er. Deildarstjóri námsvers aðstoðar nemendur við að átta sig á hvort þetta sé úrræði sem getur nýst þeim.
 • … sérúrræðum við próftöku:
  - t.d. sérstofu, fyrirmæli lesin fyrir nemandann, gul blöð, lengri tími og í einstaka tilvikum lesara/skrifara
  - nemendur og/eða foreldrar þurfa að sækja um þennan stuðning til deildarstjóra námsvers

  Nánari upplýsingar og ráðgjöf má nálgast á eftirfarandi heimasíðum:

  http://lesvefurinn.khi.is/lesblinda
  http://www.jgh.is/sertaekles_grein.html
  • http://is.wikipedia.org/wiki/Lesblinda
  • http://lesblinda.is/
  http://lestur.is/
  • sjálfvirkur „lesari” á netinu: http://www.vefthulan.is/
  • tölvumiðstöð fatlaðra: http://www.tmf.is/
  • rafrænar orðabækur t.d á http://ordabok.is/ og http://snara.is/. Hægt er að kaupa áskrift að báðum þessum síðum, Garðaskóli er í áskrift að ordabok.is.
  • litaðar glærur má kaupa í námsgagnaverslunun, t.d. í A4 á Smáratorgi.

English
Hafðu samband