Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fræðslufundur kl. 18:00 í Ásnum: Ungt fólk 2019

14.10.2019
Mánudaginn 14. október kl. 18.00 í Ásnum, bókasafni Garðaskóla: Ungt fólk 2019. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur frá Rannsóknum og greiningu segir frá stöðu mála hjá nemendum Garðaskóla sem svöruðu könnuninni Ungt fólk í febrúar 2019 (árgangar 2004 og 2005). Könnunin fjallar um neyslu og hegðun unglinga og gegnir mikilvægu hlutverki í forvarnarstarfi skólans. Margrét Lilja setur niðurstöðurnar í samhengi við hlutverk foreldra og þau atriði sem mestu máli skipta í forvarnarstarfi.
Til baka
English
Hafðu samband